Fréttir

FÍ eitt stærsta lýðheilsufélag landsins

„Ferðafélag Íslands er ein af þessum traustu stofnunum samfélagsins, enda með mikla samfélagslega skírskotun. Félagið er ekki hagnaðardrifið og starfsemi þess gengur út að gera almenningi kleift að ferðast um landið, efla heilsu og vellíðan og sýna náttúrunni þá virðingu sem hún á skilið.“ Þetta segir Ólöf Kristín Sívertsen lýðheilsufræðingur og forseti FÍ .

Gítarinn frá grunni - 4 vikna námskeið

Vertu klár með gítarinn í næstu skálaferð eða útilegu! Námskeiðið verður haldið hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík. 12. nóvember – 3. desember

Styrktarganga á Úlfarsfell 23.okt kl 18:00

Ferðafélag Íslands stendur fyrir styrktargöngu á Úlfarsfell 23 október kl. 18. Gangan er til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

Hellingur af spennandi nýjum ferðum í bland við gamla slagara

Ótrúlegu framboði Ferðafélags Íslands er nú raðað í rekka fyrir næsta starfsár og er nótt lögð við dag. Allar þessar fjölbreyttu ferðir verða svo auglýstar sérstaklega á vef félagsins 6. desember. Margir býða spenntir eftir að skoða og panta sem getur reyndar verið vandasamt þegar svona mikið er í boði af spennandi valkostum.

Bókakynning í Gunnnarshúsi, fimmtudaginn 10. október

Bókaútgáfan Skrudda ehf og Ferðafélag Íslands kynna þar tvö nýlega útkomin rit.

FÍ skólinn tekur til starfa

Ferðafélag Íslands hefur sett á laggirnar FÍ skólann. Hlutverk FÍ skólans er að halda utan um allt fræðslustarf félagsins, þar með talið allt námskeiðahald, kennslu, fræðslu og þjálfun, bæði sem snýr að fararstjórum, skálavörðum, starfsfólki og sjálfboðaliðum og eins fyrir félagsmenn og almenning allan.

FÍ og Hvammsvík taka höndum saman

Ferðafélag Íslands og Hvammsvík hafa tekið saman höndum og munu vinna saman að því að efla og styrkja útivistarsvæði í nærumhverfi s, í Hvalfirði og Kjós.  Um leið njóta félagar í FÍ bestu kjara í sjóböðunum í Hvammsvík.  Ólöf Kristín Sívertsen forseti ferðafélagsins er mjög ánægð með samstarfsssamninginn.  ,, Við hlökkum mikið til að vinna með Hvammsvík að því að styrkja útivist í Hvalfirði og Kjós og um leið að geta gert sjóböðin í Hvammsvík að áfangastað í ferðum okkar á svæðinu," segir Ólöf.

Framkvæmdir FÍ við endurbyggingu sæluhúss á Mosfellsheiði ganga vel

Ferðafélag Íslands hefur undanfarin misseri unnið að endurbyggingu á sæluhúsi austarlega á Mosfellsheiði. Það var upphaflega reist um 1890 við nýjan veg til Þingvalla sem gengur núna undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn. Húsið var byggt úr tilhöggnu grágrýti, það var 7x4 m að flatarmáli og veggir 1,80 m á hæð. Á því var risþak, sennilega klætt með bárujárni og útidyr voru á langvegg.

Hraun og haustlitir í Búrfellsgjá á laugardag

Ef þú hefur áhuga á að njóta haustlitanna í einni aðgengilegustu eldstöðinni í nágrenni höfuðborgarinnar þá er tækifærið núna um helgina. Núna á laugardag, þann 28. september, stendur Háskóli Íslands nefnilega fyrir fróðleiksgöngu um Búrfellsgjá í samvinnu við Ferðafélag barnanna, anga innan Ferðafélags Íslands. Gangan er helguð fróðleik um fjölmargt sem ber fyrir augu.

Lokun skála á Laugaveginum